Gufudalssveit: fjármagn 2019-2020.

Horft úr með Þorskafirði að Teigsskógi. Mynd:Vegagerðin.

Í framkominn tillögu Samgönguráðherra til vegaáætlunar fyrir árin 2019-2013 er lagt til að veitt verði 7.200 milljónum til þess að gera 11,8 km langan veg. Koma fjárveitingar á aðeins tveimur árum, 3.500 milljónir króna á næsta ári og 3.700 milljónir króna á árinu 2020. Er það nokkurn vegin sama fjárhæð og Þ-H leiðin kostar. Nái þessar tillögur fram að ganga mun ekki standa á fjárveitingum til þess að hraða vegagerðinni. verði hins vegar dýrari lausnir fyrir valinu eins og til dæmis jarðgangagerð eða þverun utanlega í Þorskafirði mun  vanta um 4 milljarða króna upp á að endar nái saman.

DEILA