Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sæmdur gullmerki SÍBS

Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS, Sólveig Hildur Björnsdóttir varaformaður SÍBS, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sveinn Guðmundsson formaður SÍBS.

SÍBS sæmdi forseta Íslands Guðna Th. Jóhannesson gullmerki SÍBS í tilefni af 80 ára afmæli samtakanna á afmælisdaginn, 24. október síðastliðinn.

Í ávarpi forseta í SÍBS-blaðinu í upphafi afmælisársins segir: „Íslendingar og landsmenn allir eiga SÍBS mikið að þakka. Á merkum tímamótum færi ég samtökunni og starfsliði þeirra þakkir fyrir fórnfúst og göfugt starf og óska þeim allra heilla.“

 

SÍBS þakkar forseta Íslands heillaóskir á afmælisárinu og mun áfram stuðla að heilbrigði þjóðarinnar með starfi í þágu forvarna, lýðheilsu og endurhæfingar.

DEILA