Fólkið á bak við fiskeldið

Ég heiti Nancy og starfa við rannsóknir hjá seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði. Ég er fædd og uppalin Tálknfirðingur en flutti burtu til að mennta mig en snéri aftur heim þegar tækifærið gafst 2012 með tvö börn, eftir það hafa svo tvö börn bæst í hópinn og get ég ekki hugsað mér betri stað en Tálknafjörð til að ala þau upp. Heima er einfaldlega best.