Fjórðungsþing Vestfirðinga ályktaði um samgöngumál á nýafstöðnu Fjórðungsþingi, sem haldið var á Ísafirði. Er þess krafist að staðið verði við fyrirheit stjórnvalda um samgöngubætur. Ályktunin í heild er svohljóðandi:
Stefna
Meginmarkmið í samgöngumálum á Vestfjörðum hafa verið nær óbreytt í 20 ár.
Heilsárstengingar með vegum, jarðgöngum og þverunum fjarða; innan þjónustusvæða, milli
þjónustusvæða og við aðra landshluta. Stefnan var síðust endurskoðuð í ágúst 2017 með aðild
allra sveitarfélaga á Vestfjörðum og staðfest af stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Ályktun
Fylgja skal eftir þeirri kröfu við stjórnvöld að staðið verði við fyrirheit þeirra um að
samgöngubætur á Vestfjörðum verði í forgangi í samgönguáætlun til skemmri og lengri tíma litið. Samfélag Vestfjarða líður fyrir það að vegir eru á mörgum stöðum árum og áratugum á eftir því sem gerist og gengur í nútímasamfélagi.
Brýnustu úrlausnarefnin í vegagerð á Vestfjörðum 2019-2023 eru:
1. Að vegagerð um Gufudalssveit á Vestfjarðavegi 60 verði boðin út fyrir árslok 2018.
2. Boðin verði út vegagerð um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg haustið 2019.
3. Boðin verði út vegagerð um Veiðileysuháls vorið 2019.
4. Staðið verði við útboð um endurbygging stofnvega Djúpvegar 61 í Hestfirði, Seyðisfirði
og Álftarfirði haustið 2018.
5. Boðin verði út endurbygging malarvega og einbreiðs slitlags á Innstrandavegi 68 í
Strandabyggð, sumarið 2019.
6. Unnið verði markvisst að fækkun einbreiðra brúa á stofnvegum á Vestfjörðum.
7. Að Álftafjarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur verði sett á samgönguáætlun, sem næstu
jarðgöng á eftir Dýrafjarðargöngum