Aukin þjónusta á Hrafnseyrarheiði

Þjónusta verður ekki aukin á Dynjandisheiði og vegfarendur því beðnir að fylgjast með færðinni. Mynd: Aron Ingi Guðmundsson.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vegna framkvæmda við Dýrafjarðargöng verður tímabundið aukin vetrarþjónusta á Hrafnseyrarheiði í tvær til þrjár vikur. Á Dynjandisheiði verður minni þjónusta. Vegfarendur eru beðnir um að athuga færðarskráningu áður en lagt er af stað.

Þá segir ennfremur að víða sé hálka og snjóþekja á fjallvegum á Vestfjörðum en orðið greiðfært víða á láglendi.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA