Allir velkomnir á fund um íþrótta- og tómstundastefnu

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

Þriðjudaginn 30. október gefst íbúum Ísafjarðarbæjar tækifæri til að hafa áhrif á íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar. Klukkan 17-19 þann dag verður haldinn fundur á 4. hæð í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem endurskoðun stefnunnar verður kynnt. Allir sem áhuga hafa á málefninu geta lagt sitt af mörkum til að skapa nýja stefnu. Ungmenni eru sérstaklega hvött til að mæta þar sem íþrótta- og tómstundastefna hefur einna mest áhrif á líf þeirra.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA