50 manns á fundi hjá Framsókn

Félagsmálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir.

Á mánudaginn helst Framsóknarflokkurinn fund á Ísafirði. Frummælendur voru Ásmundur Eunar Daðason, félagsmálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttur, alþingismaður.  Fundurinn var vel sóttur og voru að sögn Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa um 50 manns á fundinum. Hæst báru umræður um úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna laxeldi í sjó í Patreksfirði og Tálknafirði voru felld úr gildi. Meðal fundargesta voru fulltrúar fiskeldisfyrirtækjanna sem skýrðu sjónarmið sitt. Marzellíus sagði að afstaða fundarmanna hefði verið mjög á einn veg til stuðnings fiskeldinu.

Myndirnar tók Marzellíus Sveinbjörnsson.

Félagsmálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir.

DEILA