Lýðheilsuganga í Ástarvikunni

Frá síðustu göngu. Mynd: Heilsubærinn Bolungarvík.

Ferðafélag Íslands býður upp á Lýðheilsugöngur um allt land alla miðvikudaga í september. Samtökin Heilsubærinn Bolungarvík sjá um þessar göngur í Bolungarvík og eru þær opnar öllum sem vilja koma og ganga. Þennan miðvikudaginn er stefnan sett á Surtarbrandsnámuna í Syðridal. Lagt verður upp frá brúnni yfir Gilsá í Syðridal klukkan 18 og gengið þaðan eftir stígnum upp að Surtarbrandsnámunni. Mælst er til þess að fólk hafi með sér höfuðljós eða vasaljós ef vilji er fyrir því að kíkja í smá hellaskoðun.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA