Lions á Patreksfirði eru öflugir stuðningsmenn Framhaldsdeildarinnar

Flottir nýnemar Framhaldsdeildarinnar á Patreksfirði taka við bókastyrknum. Mynd: Lionsklúbbur Patreksfjarðar.

Lionsklúbbur Patreksfjarðar hefur í gegnum árin verið öflugur stuðningsmaður við Framhaldsdeildina á Vestfjörðum, sem starfrækt er á Patreksfirði en sem útibú frá Fjölbrautarskóla Snæfellinga.

Lionsklúbburinn hefur staðið þétt við bakið á Framhaldsdeildinni. Mynd: Lionsklúbbur Patreksfjarðar.

Þannig færði Lionsklúbburinn níu nýnemum Framhaldsdeildarinnar bókastyrki upp á 25.000 krónur fyrir hvern nemanda. Að auki færði klúbburinn nemendafélaginu 50.000 króna styrk. Lionsklúbburinn hefur nú styrkt nýnema í nokkur ár og hefur staðið þétt við deildina. Í fyrra afhenti klúbburinn deildinni fjarfundarbúnað sem gerir nemendum kleift að sitja kennslustundir í Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Klúbburinn er afar stoltur af þessu verkefni.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA