Hellisbúinn í Samkomuhúsinu á Flateyri

Gamanmyndahátíð Flateyrar hefst í dag, fimmtudaginn 13. september með leiksýningunni Hellisbúanum sem verður sett upp í samkomuhúsinu á Flateyri. Um er að ræða nýja uppfærslu þar sem Jóel Sæmundsson bregður sér í hlutverk hellisbúans, sem hefur upp á síðkastið verið að kynna sér nýjustu tækni í samskiptum kynjana, líkt og Tinder, í bland við eldri aðferðir.

Uppfærsla Jóels hefur hlotið mikið lof og verður þetta fyrsta sýningin á Íslandi á þessu leikári en hann hefur verið að sýna uppfærslu sína í Las Vegas í Bandaríkjunum fyrir fullu húsi upp á síðkastið. Hellisbúinn er frábær skemmtun og jafnvel örlítið lærdómsrík fyrir alla sem eru í sambandi, hafa verið í sambandi eða langar að vera í sambandi.

Sýningin hefst klukkan 20:00 og Bríó mun bjóða sýningargestum upp á veigar, en að öðru leiti er þetta svokölluð flöskusýning, þar sem gestum er fjálst að taka sína drykki með sér. Að sýningu loknu verður svo Gamanmyndagleði á Vagninum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA