Hábrún ehf. hyggst framleiða 11500 tonn af ófrjóum regnbogasilungi

Frá kvíum Hábrúnar.

Á 503. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar var lagt fram bréf Davíðs Kjartanssonar, fyrir hönd Hábrúnar ehf., dagsett 7. júní sl., þar sem vakin er athygli á tillögum að matsáætlunum vegna fiskeldis Hábrúnar í Ísafjarðardjúpi. Frestur til að skila athugasemdum var til 25. júní. Bæjarráð tók erindið fyrir á 1021. fundi sínum 25. júní sl., og vísaði til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Með vísan i 15. gr. reglugerðar 660/2015 og II. mgr. 8. gr. laga 106/2000 telur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, að fullnægjandi sé gert grein fyrir framkvæmd í tillögum að matsáætlunum fiskeldis Hábrúnar.

Í matsáætlunum þessum kemur fram að Hábrún ehf. hyggist framleiða 4000 tonn af regnbogasilungi í sjókvíum í Naustavík við Snæfjallaströnd, 4000 tonn af regnbogasilungi í sjókvíum í Drangsvík, 2000 tonn af regnbogasilungi í sjókvíum í Hnífsdal og 1500 tonn af regnbogasilungi í sjókvíum í Hestfirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tók jákvætt í áform Hábrúnar, um aukna framleiðslu á regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, ljósi þess að regnbogasilungurinn sem notaður er í eldi Hábrúnar er ófrjór og mun ekki blandast við villta stofna á svæðinu. Burðarþol Ísafjarðardjúps og innfjarða hefur verið metið af Hafrannsóknarstofnun 2017, 30.000 tonn af laxfiski í sjókvíum, en Hafró lagðist jafnframt gegn eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA