Ganga sem hentar öllum að Fossavatni

Fossavatn. Mynd: Sigurður Arnórsson.

Ferðafélag Ísfirðinga hefur í sumar staðið fyrir gönguferðum fyrir almenning víða um Vestfirði og hefur þátttaka verið með ágætum. Á morgun, laugardaginn 15. september, er komið að næst síðustu gönguferð sumarsins og liggur leiðin að þessu sinni upp að Fossavatni. Ferðin hefst kl. 10:00 og er mæting við rafstöðina í Engidal við Skutulsfjörð. Þaðan liggur leiðin upp hlíðina og svo eftir vegarslóða upp að Fossavatni, síðan undir Vatnahnjúk og niður á Helgufell. Ferðinni lýkur svo á sama stað og hún hófst, við rafstöðina. Reiknað er með að gangan taki u.þ.b. tvær klukkustundir, en leiðin er tiltölulega auðveld og ætti að henta flestum. Fararstjóri er Kristján Jónsson og er öllum velkomið að slást í hópinn.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA