Frítt inn á Cycular Waves í Edinborg í kvöld

Í kvöld klukkan 20:30 verður mikið húllúmhæ í Edinborgarhúsinu. Þá stíga á stokk, eða miklu heldur línur, listamenn sem ætla að gera tónlistargjörning með slökum línum og hljóðfærum. Sjón er líklega sögu ríkari og allir eru velkomnir og það er frítt inn.

Hljóðfærin sem notuð verða eru sjálf mannsröddin, saxófónn, píanó og flauta ásamt því að línurnar spila stóran þátt. Listamennirnir hafa verið að sigla um heiminn svo árum skiptir en þetta er samvinnuverkefni á milli Houle Douce og Organic Orchestra, sem verður að franska The Elemen´terre Project. Frá Frakklandi til Grænlands fór hópurinn sem nú er kominn á Ísafjörð.

Sæbjörg
bb@bb.is