Flöskuskeyti barst til Litlu-Ávíkur

Flaskan sem skeytið var í. Mynd: Jón G. Guðjónsson.

Nú á dögunum þegar verið var að reka fé inn í Litlu-Ávík fann Ingólfur Benediktsson í Árnesi flöskuskeyti í fjörunni fyrir neðan bæinn í Litlu-Ávík. Eftir að vera búið að strauja pappírsmiðana, enn þetta er skrifað á tvö A4 blöð frá tveim erlendum börnum. Þetta er eitthvert norðurlandamál. Önnur segist heita Aurora og hin Elise. Á bréfunum á hægra horninu er bara ártalið 2017, þannig að þetta er um ársgamalt. Fréttamaður tók myndir af þessum bréfum eftir að vera búin að laga þetta til betra horfs og af flöskunni.
Ég strauja bréfin þá skannaði ég þau og prentaði upp á nýtt, síðan tók ég myndir af þessu og á myndunum má sjá bréfið frá Auroru og frá Elise og jafnframt bakhliðina á bréfinu frá Elisu og svo flöskuna sem skeytin voru í.


Jón G. Guðjónsson

DEILA