Bændaglíman haldin hjá Golfklúbbi Ísafjarðar

Bændaglíman var haldin í Tungudal í gær, laugardag, sem markar lok formlegar golfvertíðar G.Í. í Tungudal, í vindsperring og 6 stiga hita. Áhugasamir golfarar gefast þó ekki upp fyrir íslenskri veðráttu og halda á þar til snjóar yfir völlinn og á haustmánuðum flyst starfsemi klúbbsins í Sundagolf við Sundahöfn, þar sem G.Í. rekur golfhermi og púttflöt í nýju húsnæði.

Formenn klúbbsins og mótsnefndar

Bændaglíman er skemmtimót og spilað með Ryder fyrirkomulagi; fyrstu þrjár holurnar eru Texas scramble kerfi, næstu þrjár er spilaður betri bolti og síðustu þrjár er samanlagt skor. Skipt var upp í tvö lið, formaður klúbbsins (Kristinn Þórir Kristjánsson) fór fyrir öðru liðinu og formaður mótanefndar (Guðbjörn Salvar Jóhannsson) fyrir hinu. Fjórir voru í hverju holli og þannig tveir á tvo í holukeppni þar sem færri högg giltu. Startað var á öllum teigum jafnt en 37 keppendur tóku þátt í glímunni og hart barist til úrslita. Svo fór að lið formans klúbbsin hafði betur og fór með sigur af hólmi.

Að loknu móti bauð Hótel Ísafjörður upp á hátíðarkvöldverð og óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla í golfskálanum.

Keppendur gráir fyrir járnum á öðrum teig

Golf er dásamleg íþrótt! Hæfileg hreyfing, útvera og félagsskapur gerir hana fullkomna. Í fyrravetur var haldin golfkennsla í Sundagolfi þar sem Auðun Einarson PGA kennari tók nýliða sem lengra komna í golfkennslu. Reynt verður að endurtaka það í vetur.

Fram undan er afmælis golfferð klúbbsins, en hann er fjörutíu ára í ár, til La Sella á Spáni. Á fimmta tug félaga leggja upp í ferðina um mánaðarmótin til að njóta suðræns síðsumars við Miðjarðarhafið við skemmtilegan leik. Auðun Einars verður með í för til að rétta þá af sem tína taktinum í golfsveiflunni, eða einfaldlega vilja bæta sig við krefjandi en skemmtilega í þrótt.

Formaður í góðum félagsskap á þriðju braut

 

 

 

 

 

 

 

 

Glatt á hjalla að leik loknum

Gunnar

DEILA