Grenndarkynning vegna breytinga á lóð Arnarholts á Barðaströnd

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar boðar grennd­arkynn­ingu vegna breyt­inga á lóð við Arnar­holt á Kross­holtum, Barða­strönd. Breytingin felur í sér stækkun lóðar um 30 m til vesturs og stækkar lóðin úr 938 fm í 1700 fm. Ástæða stækkunar er að lóðarhafar vilja vinna að uppgræðslu á svæðinu til skjóls og fegrunar. Ekki er verið að stækka byggingarreit lóðarinnar. Eigendur og leigjendur eru samykktir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi eins og þeim sem hefur verið kynnt með gögnaum sem dagsett í júní 2018.

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er til og með 26. september 2018. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.

Aron Ingi

aron@bb.is