Við mælum sterklega með því að sem flestir geri sér ferð út í Vík þessa vikuna því þar fer fram Ástarvikan alræmda. Vikan var sett í gærkvöld á rómantískum nótum uppi á Verði og hver elskulegur viðburðurinn mun reka annan út vikuna en dæmi um það má sjá hér að neðan:
Mánudagur 10. september
14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
Þriðjudagur 11. september
14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
20:00 Hreyfing, fyrirlestur um líkamlega og andlega vellíðan í félagsheimilinu
Miðvikudagur 12. september
14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
18:00 Ástarvikuganga í surtarbrandsnámuna í Syðridal, lagt upp frá brúnni yfir Gilsá
20:00 Jóga-kynning í íþróttahúsinu, allir velkomnir
Fimmtudagur 13. september
14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
Föstudagur 14. september
19:00 Hlaðborð hlýjunnar í Einarshúsi, Pálínuboð, allir velkomnir
20:00 Pottar og stjörnur í Musterinu opið til 22:00
Laugardagur 15. september
Réttir í Bolungarvík
10:00 Samflot í Musterinu til 12:00
19:00 Ástarfiskur á Einarshúsi
21:00 Lifandi tónlist á Einarhúsi til 23:00
Ástarvikan í Bolungarvík – því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel.
Sæbjörg
bb@bb.is