Alheimshreinsunardagur 15. september

Þann 15. september 2018 mun heimurinn sameinast í stærsta hreinsunarátaki sem jörðin hefur orðið vitni að: World Cleanup Day.

Ísland og Vestfirðir láta sitt ekki eftir liggja og mun að sjálfsögðu taka þátt. Landvernd, Blái herinn, JCI, Plastlaus september, plokkarar og allir sem hafa áhuga á að búa í hreinum heimi, munu sameina krafta sína og hreinsa fjöll af rusli í tengslum við þennan alheimsviðburð.

Alheimshreinsunardagurinn verður haldinn í 150 löndum á laugardag og hvetur Ísafjarðarbær íbúa til að „plokka“, eins og það hefur verið kallað, þ.e.a.s. að týna rusl á víðavangi. Starfsmenn áhaldahúss munu staðsetja stóra strigapoka við neðangreinda staði þar sem plokkarar geta skilið eftir ruslið sem safnast.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga, vinahópa eða vinnustaði til að bæta sitt nærumhverfi og náttúru.

Söfnunarpokar verða staðsettir hér:

Ísafjörður
Bensínstöð N1
Krók
Edinborg bílastæði
Holtahverfi við Stórholt
Holtahverfi við Árholt/Djúpveg
Tunguhverfi við Bónus
Tunguhverfi við Fífutunga

Hnífsdalur
Við Kapellu
Við Félagsheimili

Suðureyri
Við Klofning
Við bensínstöð
Við Grunnskólann á Suðureyri

Flateyri
Bensínstöð
Við Grunnskóla Önundarfjarðar
Við Túngata/Hafnabakki

Þingeyri
Við Grunnskólann á Þingeyri
Hjá Blábanka
Við Þingeyrarlaug

Dreifbýli
Við Holt í Önundarfirði
Við Mýrarkirkju í Dýrafirði

Sæbjörg

bb@bb.is