Smásprungið basalt tefur aðeins fyrir hleðslu í borholum

Í viku 33 voru grafnir 68,7 m í Dýrafjarðargöngunum. Lengd ganganna er því orðin 3.329,4 m sem er 62,8 % af heildarlengd ganganna.

Nokkuð smásprungið basalt hefur verið að færast upp eftir sniði ganganna og hefur verið nokkuð um hrun í borholum sem tefur fyrir hleðslu á þeim. Efnið úr göngunum var keyrt í vegfyllingar og fláafleyga næst munnanum.

Neðra burðarlagi var keyrt í tengiveginn að Hrafnseyri. Syðri stöpull Mjólkárbrúar var steyptur og vinna er langt komin við uppslátt á þeim nyrðri. Tveir nýjir malarar komu á svæðið í vikunni og hefur verið unnið við mölun á drenmöl og sandi.

Í Dýrafirði var klárað að moka efni úr forskeringunni. Unnið við skeringu og vegfyllingu við st.10.700 í Dyrafirði.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar fyrstu steypunni var hellt í mót í syðri sökklinum og svo steyptan sökkulinn. Smásprunginn veggur í göngunum og þegar verið er að ýta út fyrsta neðra burðarlaginu.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA