Leiðindaveður hunsað í Húsinu-Creative Space á dögunum

Patrópical kvöldið lagðist vel í íbúa Vesturbyggðar, Mynd: Julie Gasiglia.

Veðrið á sunnanverðum Vestfjörðum hefur aðeins skánað síðustu daga og vikur á sunnanverðum Vestfjörðum, sólin sýnt andlit sitt aðeins og hitatölur verið hærri. Lengi framan af sumri var líkt og strax væri komið haust með gráum, köldum, blautum og vindasömum dögum. Í stað þess að kvarta og kveina ákváðu eigendur Hússins-Creative Space á Patreksfirði að létta lund fólks og bjóða upp á Patrópical partý.

Boðið var upp á pub-quiz þar sem flokkarnir voru Hawaii, veður á Íslandi, kokteilar, HM 2018 og listir og menning. Keppnin var æsispennandi og hnífjöfn en sigurvegararnir voru félagarnir í liðinu Despacito sem fengu 15 stig af 21 mögulegu. Tilboð var á kokteilnum Pina Colada á barnum og lagðist það vel í sólþyrsta íbúa svæðisins. Þess má geta að hin ýmsu þema kvöld verða á boðsólnum flesta föstudaga sem lifir af sumri og áfram í haust og vetur. Næsta þematengda kvöld verður um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið föstudagskvöldið 3. ágúst, en þá verður 90´s Karíókí kvöld.

Það er sem sagt margt á dagskrá í Húsinu-Creative Space, en nýlega voru fyrstu tónleikarnir haldnir þar en stúlkurnar í hljómsveitinni Ylja spilaðu og sungu fyrir fullu húsi gesta miðvikudaginn 25. júlí síðastliðinn. Næstu tónleikar verða með Vestfirsku stúlkunum í Between Mountains laugardaginn 25. ágúst næskomandi. Svo eru alltaf listasýningar í gangi, en þann 10. ágúst verða opnanir á tveimur sýningum og eru það 5. og 6. sýningar síðan staðurinn opnaði í vor. Að þessu sinni er það sýningin myndasögusýningin Glingurfugl eftir Elínu Eddu Þorsteinsdóttir annarsvegar og hinsvegar sýningin Colours of the Westfjords eftir Laura Durban. Þær verða báðar viðstaddar opnanirnar líkt og venjan er, auk þess sem Elín Edda mun halda myndasöguvinnustofu fyrir bæði börn og fullorðna daginn eftir opnun sýningarinnar, laugardaginn 11. ágúst.

Í Húsinu-Creative Space er auk þess lítil handverksverslun, samvinnurými og kaffihús en auk þess að bjóða upp á kaffi og meðlæti er staðurinn með vínveitingaleyfi og er gott úrval af veigum á barnum.

Aron Ingi

aron@bb.is