Keppt í höggleik án forgjafar síðastliðna helgi

Blíðskaparveður var á meðan mótinu stóð og aðstæður hinar bestu. Mynd: Golfklúbbur Ísafjarðar.

Golfmót VÍS var haldið hjá Golfklúbbi Ísafjarðar síðastliðinn sunnudag, þann 5.ágúst. Keppt var í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Einnig voru veitt svokölluð holuverðlaun. Kristinn Þórir Kristjánsson, formaður Golfklúbbs Ísafjarðar, sagði blaðamanni BB að mótið hafi heppnast einstaklega vel og vildi þakka VÍS kærlega fyrir framlagið. „Það voru 35 þáttakendur sem er bara ágætt um Verslunarmannahelgi. Við vorum að spila við bestu aðstæður, frábært veður og smá vindur. Það var keppt í höggleik án forgjafar, það var aðalkeppnin. Svo eru líka punktar með forgjöf og þá dreifast verðlaunin á fleiri. Svo eru líka veitt holuverðlaun, það eru þeir sem eru næstir holu.

Úrslit mótsins má sjá hér að neðan:

Kylfingur Klúbbur Högg
1 Kristinn Þórir Kristjánsson GÍ 78
2 Baldur Ingi Jónasson GÍ 81
3 Flosi Valgeir Jakobsson GKG 82

Punktar
1 Jón Halldór Oddsson GÍ 33
2 Óli Reynir Ingimarsson GÍ 31
3 Hálfdán Daðason GR 30

Holuverðlaun
Einar Gunnlaugsson vann á 6/15
Finnur Magnússon vann á 7/16

Aron Ingi
aron@bb.is

DEILA