Göngin orðin 3.176,3 metrar að lengd

Staurarnir sem koma undir syðri hluta brúarinnar yfir Mjólká.

Í viku 31 voru grafnir 78,0 m í göngunum. Lengd ganganna var því orðin 3.176,3 m sem er 59,9 % af heildarlengd ganganna.

Í lok síðustu viku var komið í misgengi og var grafið í gegnum það en áhrifanna gætir enn og er nokkuð um sprungur. Að auki var grafið í gegnum berggang. Hitastig vatnsins sem kemur úr berginu í misgenginu var mælt á tveimur stöðum og mældist 18,0 °C og  17,4°C. Hitastigið á vatninu sem kemur úr fyrra misgenginu, sem farið var í gegnum fyrir nokkru síðan, var 14,2 °C og hefur verið nokkuð stöðugt. Berghiti var mældur fyrir nokkru í útskoti G, á 5 m dýpi og var hann 16,9 °C, en útskot G er mitt á milli, í um 150 m fjarlægð frá hvorum mælistað fyrir sig þar sem vatnshiti var mældur. Efnið úr göngunum var keyrt í vegfyllingar og fláafleyga næst munnanum. Sagað var ofan af staurum og brotið frá járnum á staurunum sem koma í brúna yfir Mjólká. 

Í Dýrafirði var klárað að koma fyrir bergstyrkingum í efri hluta forskeringarinnar og langt farið með að moka efni úr neðri pallinum í forskeringunni.

Berggangur sem sker sig í gegnum jarðlögin.

DEILA