Göngin lengdust um tæpa 85 metra

Í síðustu viku, viku 32, lengdust Dýrafjarðargöng um 84,4 m og lengd þeirra nú orðin 3.260,7 m sem er 61,5% af heildarlengd. Aðstæður til gangagraftrar hafa verið góðar og berggangur sem var að koma inn í göngin í lok vikunnar hafði ekki áhrif á framvindu en berggangurinn var kominn á miðjan stafn í lok vikunnar, sjá ljósmynd.

Forskering í Dýrafirði.
Gangnastafn við lok viku.
Svefnaðstöðuplan í Dýrafirði.
Syðri stöpull Mjólkárbrúar.
Stöpullinn.
Vegskeringar í Dýrafirði.
Vegskeringar í Dýrafirði.

Lítillega hefur bæst við fyllingar í Arnarfirði en megnið af efninu úr göngum hefur farið í, auk fyllinga, fláafleyga og á haugsvæði. Þá var syðri stöpull nýrrar Mjólkárbrúar tilbúinn fyrir uppsteypu í lok vikunnar og verður hann steyptur í dag.

Í Dýrafirði vann verktaki að aðstöðusköpun og er plan fyrir svefnaðstöðu verktaka nú klárt og þá hóf verktaki vinnu í vegagerð á skeringarsvæði. Einnig var unnið við styrkingar í forskeringu sem eru nú nánast lokið en eftir er að grafa burt síðasta hlutann úr forskeringunni og verður gangastafn væntanlega tilbúinn í næstu viku fyrir lokastyrkingar á munnsvæði áður en gangagröftur getur farið af stað í Dýrafirði.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA