ÉG MAN ÞIG! Bíósýningar á Hesteyri

Læknishúsið á Hesteyri.

Dagana 17. ágúst til 1. September gefst óhræddum einstakt tækifæri til að sjá kvikmyndina „Ég man þig“ á sjálfum tökustaðnum, Hesteyri í Jökulfjörðum. Myndin er eins og flestir vita byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Bræðurnir Haukur og Hrólfur Vagnssynir í samstarfi við framleiðendur myndarinnar Ég man þig, standa fyrir sýningu myndarinnar á Hesteyri á breiðtjaldi með viðeigandi hljóðkerfi og bassabotnum. Hrólfur Vagnsson, vert í Læknishúsinu segir mikla eftirvæntingu ríkja varðandi sýningarnar, myndin var sýnd í fyrra á sama stað og vakti mikla lukku.

Fyrsta sýning verður föstudagskvöldið 17. ágúst.
Myndin verður svo sýnd daglega frá 17. ágúst til 1. September n.k.

Nánari upplýsingar og bókanir í Læknishúsinu Hesteyri síma 899-7661 eða hjá Hornstrandaferðum Hauks Vagnssonar í síma 862-2221

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA