Þormóður Eiríksson er nafn sem óhætt er að leggja á minnið. Hann hefur samið mikið af lögum fyrir Jóa P og Króla og er hluti af KBE sem er hópur á vegum umboðsskrifstofu Herra Hnetusmjörs. Í hópnum eru auk hans listamennirnir Huginn, Birnir, Egill Spegill og fleiri. Þormóður sagði blaðamanni BB að honum finnist gott að koma vestur á firði til að slaka á, en foreldrar hans búa enn hér þó hann hafi flutt suður nýlega.
„Ég ólst upp á Vestfjörðum að miklu leyti, við fluttum hingað úr Kópavogi þegar ég var 7 eða 8 ára og var hér fyrir vestan í hljómsveitum og var að gera tónlist. Ég hef verið að gera tónlist fyrir listamanninn Huginn og unnið með Herra Hnetusmjör, en það efni er ekki komið út ennþá. Svo samdi ég lagið BOBA fyrir Jóa P og Krjóla.
Þormóður segir að fyrsta lagið sem hann gerði með Jóa P og Krjóla hafi verið gert á Vestfjörðum. „Það var lagið “Oh shit” og var gert hér fyrir vestan. Svo gerði ég lagið Sagan um okkur sem er á fyrstu plötunni. Svo sá ég um alla nýju plötuna, varðandi að semja tónlistina, framleiða hana og spila á gítar í einhverjum lögum.“ segir Þormóður að lokum.
Aron Ingi
aron@bb.is