Snerpa opnar starfsstöð í Blábankanum á Þingeyri

Blábankinn er dæmi um vel heppnað nýsköpunarverkefni.

Snerpa hefur opnað starfsstöð í Blábankanum á Þingeyri. Starfsstöðin verður opin einn dag í viku en Hafsteinn Már Andersen, starfsmaður þjónustudeildar Snerpu, mun hafa viðveru í Blábankanum alla mánudaga frá kl. 8-12 og 13-17.

Hafsteinn Már Andersen verður í Blábankanum á mánudögum.

Hægt verður að leita til hans varðandi nettengingar, tölvuþjónustu og ráðgjöf.

Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu áramóta en þá verður framhaldið metið með tilliti til undirtekta. Með þessu er Snerpa að leitast við að auka þjónustustig sitt þar sem hvað lengst er í þjónustuna og jafnframt að nýta þá aðstöðu sem felst í rekstri Blábankans.

Sæbjörg

bb@bb.is