Slökkvilið kallað út vegna sökkvandi báts

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fékk útkall laust eftir kl. 07:00 í morgun. Þar var strandveiðibáturinn Tóti ÍS30 kominn að því að sökkva við bryggju en áhöfn bátsins kom að honum í morgun. Slökkviliðið á Þingeyri mætti skjótt á staðinn og dældu úr bátnum og afstýrðu slysi. Hafsteinn Aðalsteinsson, eigandi bátsins, segir að enn sé ekki vitað hvað gerðist.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com