Mikil aukning á aflaverðmætum og heildarafla milli ára

Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni sem fékk viðurkenningu nú í júní. Mynd: HG Hnífsdal.

Á dögunum birti Hagstofan upplýsingar um aflaverðmæti íslenskra skipa í mars 2017 og mars 2018. Þegar tölurnar eru skoðaðar hafa aflaverðmæti og afli aukist töluvert á milli ára. Ef bornir er saman fyrstu 5 mánuðir ársins í fyrra og í ár jukust aflaverðmæti á Ísafirði um 51% og í Bolungarvík um 23%. Á Vestfjörðum varð rúm 24% aukning.

Heildarafli jókst um 42,5% á Ísafirði og 37% í Bolungarvík þegar bornir eru saman fyrstu 5 mánuðir ársins í fyrra og í ár. Á Vestfjörðum öllum jókst heildaraflinn um 29%.

Sýnir hversu mikil áhrif sjómannaverkfallið hafði
Þessar miklu aukningar eiga sér þó eðlilegar skýringar þar sem sjómannaverkfallinu sem lauk um miðjan febrúar í fyrra hafði áhrif á aflann og aflaverðmæti í fyrra. Einnig var markaðurinn lengi að komast í jafnvægi eftir verkfallið.

Heimildir fengnar frá Fiskistofu og Hagstofu Íslands.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA