Leikskólabörn heimsóttu skemmtiferðaskipið AIDA Luna

Frá heimsókn leikskólanna í skemmtiferðaskip á Ísafirði.

Á fimmta tug barna á síðasta ári í leikskólum Ísafjarðarbæjar fengu að fara í heimsókn um borð í skemmtiferðaskipið AIDA Luna sem lá við bryggju á Ísafirði á föstudaginn síðasta. Heimsóknin var skipulögð af Ísafjarðarhöfn, AIDA Cruises og Samskipum, umboðsaðila skipsins, og tókst í alla staði mjög vel enda er skipið einstaklega barnvænt með leiktækjum og sérstökum barnaklúbbi svo eitthvað sé nefnt. Það er frábært þegar börnin geta fengið að kynnast skemmtiferðaskipi með svona heimsókn, enda eru þau orðin stór hluti af sumarflóru Ísafjarðarbæjar.

Sæbörg

bb@bb.is

DEILA