Fyrirhuguð ofanflóðavarnargarðagerð á Patreksfirði

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við ofanflóðavarnargarða fyrir ofan Urðargötu, Hóla og Mýrar á Patreksfirði. Mynd: Aron Ingi Guðmundsson.

Nú stendur yfir kynn­ing­ar­tími frummats­skýrslu vegna fyrir­hug­aðra ofan­flóða­varn­ar­garða á Patreks­firði, fyrir ofan Urðar­götu, Hóla og Mýrar. Opið hús var haldið í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar þriðju­daginn 10. júlí síðastliðinn til að kynna mat á umhverf­isáhrifum vegna fyrirhugara aðgerða, ofan við Urðar­götu, Hóla og Mýrar. Kynntar voru niður­stöður frummats­skýrslu og er hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu Vesturbyggðar.

Stutt erindi var haldið á opna húsinu um fram­kvæmdina auk þess sem sýnd voru vegg­spjöld með helstu niður­stöðum. Full­trúar frá Fram­kvæmda­sýslu ríkisins og Vest­ur­byggð ásamt sérfræð­ingum frá VSÓ Ráðgjöf voru á staðnum til að svara fyrir­spurnum. Í frummatsskýrslunni er gerð grein fyrir fram­kvæmd­inni, helstu áhrifa­þáttum hennar og líklegum áhrifum á umhverf­is­þætti. Umhverf­is­þættir sem eru teknir fyrir í mati á umhverf­isáhrifum eru vist­gerðir, gróður og fuglalíf, vatnafar, jarð­minjar, hljóð­vist, forn­leifar, loft­gæði, snjósöfnun, loftslag, landslag og ásýnd og útivist.

Fólk er hvatt til að kynna sér efni frummatsskýrslunnar og skal senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða á netfangið skipulag@skipulag.is. Frestur til að senda inn ábendingar er til 7. ágúst 2018.

Aron Ingi

aron@bb.is