Borgarísjaki á siglingu á 66°19´N fyrir utan Strandir

Veðurstofa Íslands hefur birt tilkynningu á síðu sinni þess efnis að um 50 metra hár borgarísjaki sé á 66°19´N – 021°14,2´V, sem er til móts við Árneshrepp eins og sést á kortinu. Ísjakinn er mjög klofinn og virðist vera að molna niður. Molar liggja suður frá honum og sjást ekki á ratsjám en geta verið hættulegir skipum. Frekari upplýsingar má finna hjá Veðurstofu Íslands og þá einnig um aðra jaka sem sáust fyrir nokkrum dögum á svipuðum slóðum.

Borgarísjakinn. Mynd: Veðurstofa Íslands.

Sæbjörg
bb@bb.is