Bergið sprakk fremur illa

Svefnaðstöðuplan í Dýrafirði.

Í viku 30 lengdust Dýrafjarðargöng um 73 m og lengd þeirra þá orðin 3.098,3 m sem er um 58,4% af heildarlengd. Aðstæður til gangagerðar hafa verið fremur hagstæðar en þó þurfti verktaki að grípa til þess ráðs að stytta graftrarfærur frá 5 m niður í 3 m um miðja vikuna en þá var bergið nokkuð smásprungið á köflum sem gerði sprengivinnuna erfiðari og berg sprakk illa. Undir lok vikunnar kom síðan brotabelti í ljós vinstra megin með talsverðu vatni og er það enn að þokast yfir göngin. Af annari vinnu er það helst að frétta að búið er að reka niður alla staura fyrir Hófsárbrú og í Dýrafirði er unnið við að fylla í plan fyrir svefnaðstöðu en vinna við forskeringu mun halda áfram að krafti í komandi viku.

Vatn úr sprungum á stefni gangna.

Sæbjörg

bb@bb.is