,,Allar vegabætur í Árneshreppi hanga á því hvort Hvalá verði virkjuð’’

Krossneslaug á Ströndum.

Sjötti fundur ársins hjá hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum var haldinn sunnudaginn 8. júlí. Mætt voru á fundinn Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði, Björn Torfason Melum 1, Bjarnheiður Fossdag Melum 1, Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpuvík og Úlfar Eyjólfsson Krossnesi sem fyrsti varamaður. Þetta kemur fram á vef Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, en vefurinn flytur fréttir úr Árneshreppi.

Á fundinum var meðal annars kosið í nefndir og ráð og rætt um vegabætur í hreppnum fyrir fé úr styrkvegasjóði, en hreppnum var úthlutað einni milljón króna af hálfu Vegagerðarinnar. Arinbjörn Bernharðsson úr Norðurfirði sagði í samtali við BB að peningurinn myndi fara í að laga malarvegi og bera ofan í malarefni. Það verður notað á Fellsveg, Munaðarnesveg og að Kúvíkum. Flestir vita að gerð heilsársvegar á Ströndum hefur verið baráttumál í yfir 40 ár, en Arinbjörn er loksins örlítið bjartsýnn. ,,Allar vegabætur í Árneshreppi hanga á því hvort Hvalá verði virkjuð, því þá verður að bæta veginn. Þá aukast þungaflutningar,’’ segir Arinbjörn. Hann segir að nefndin meti það svo að virkjun sé jákvæð fyrir svæðið. En hann segir þó að; ,,maður má ekki vera of ákveðinn. Maður verður að taka tillit til allra.’’

Fyrir áhugasama má sjá hvernig skipað var í nefndirnar hérna:

Kjörstjórn, aðalmenn: Ingólfur Benediktsson Árnesi 2, Hrefna Þorvaldsdóttir Árnesi 2 og Þórólfur Guðfinnsson Kaupfélagshúsi.
Varamenn: Sveindís Guðfinnsdóttir Kjörvogi, Guðlaugur Ágústsson Steinstúni og Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-ávík.
Félagsmálanefnd: Hrefna Þorvaldsdóttir Árnesi 2.
Varamaður: Oddný Þórðardóttir Krossnesi.
Skólanefnd: Elína Agla Bríem Kaupfélagshúsi, Guðlaugur Ágústsson Steinstúni, Ingólfur Benediktsson Árnesi 2.
Varamenn: Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík, Sveindís Guðfinnsdóttir Kjörvogi og Oddný Þórðardóttir Krossnesi.
Skipulagsnefnd: Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði, Guðlaugur Ágústsson Steinstúni, Úlfar Eyjólfsson Krossnesi.
Varamenn: Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík, Bjarnheiður Fossdal Melum 1, Sigursteinn Sveinbjörnsson Litlu-Ávík.
Náttúruverndarnefnd: Elín Agla Bríem Kaupfélagshúsi, Björn Torfason Melum 1 og Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík.
Varamenn: Magnús K. Pétursson Djúpavík, Oddný Þórðardóttir Krossnesi, Árný B. Björnsdóttir Melum 1.
Byggingarnefnd: Úlfar Eyjólfsson Krossnesi, Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði og Björn Torfason Melum 1.
Varamenn: Þórólfur Guðfinnsson Kaupfélagshúsi, Valgeir Benediktsson Árnesi 2 og Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-Ávík.
Samgöngunefnd: Bjarnheiður Fossdal Melum 1, Magnús K. Pétursson Djúpavík og Ingólfur Benediktsson Árnesi 2.
Varamenn: Guðlaugur Ágústsson Steinstúni, Ellen Björnsdóttir Melum 1 og Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði.
Atvinnumálanefnd: Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík, Bjarnheiður Fossdal Melum 1 og Guðlaugur Ágústsson Steinstúni.
Varamenn: Björn Torfason Melum 1, Úlfar Eyjólfsson Krossnesi og Magnús K. Pétursson Djúpavík.
Fulltrúi á Landsþing Sambands ísl. Sveitarfélaga: Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík.
Varamaður: Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði.
Fulltrúi á Fjórðungsþing Vestfirðinga: Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík.
Varamaður: Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA