Yfir 200 manns tóku þátt í styrktarboðhlaupi Riddara Rósu

Yfir 200 manns hlupu eða gengu í yndislegu veðri og frábærum félagsskap í styrktarhlaupi þar sem safnað var fyrir Atla Örn Snorrason, sem greindist með heilaæxli í lok árs 2017. Hann og Hrafnhildur kona hans áttu tvö ung börn og það þriðja á leiðinni þegar fótunum var skyndilega kippt undan þeim og Atli greindist með alvarlegt heilaæxli. Riddarar Rósu efndu til maraþonboðhlaups til styrktar þeim þann 6. júní síðastliðinn. Hlaupið hófst við stjórnsýsluhúsið á Ísafirði klukkan 18.00. Hlaupinn var 3 km hringur og gátu 1-7 verið saman í liði en heildarvegalengd hvers liðs var 21 km.

Söfnunin gekk gríðarlega vel en fyrir þá sem vilja styðja við bakið á Atla og fjölskyldu hans en sáu sér ekki fært að mæta í styrktarhlaupið þá er ennþá hægt að leggja inn á reikning Riddara Rósu alveg til 11. júní:

Kt.500605-1700
Rkn. 0556-14-602621

Ingimar Aron