Vestri sigraði Fjarðarbyggð

Knattspyrnulið Vestra í 2. deild karla mætti Fjarðarbyggð laugardaginn 23. júní. Heimamenn Vestra unnu leikinn, 1-0 eftir að James Mack skoraði sigurmarkið á 74. mínútu. Mack hefur skorað 3 mörk í þeim 8 leikjum sem Vestri hefur spilað á tímabilinu. Af þessum leikjum hefur Vestri unnið 3 leiki, gert jafntefli í 2 og tapað 3. Það hefur þeim 11 stig og 6. sætið í deildinni.

Næsti heimaleikur knattspyrnuliðs karla í Vestra er 14. Júlí næstkomandi en þá taka þeir á móti knattspyrnuliði Kára. Í millitíðinni mun Vestri mæta Þrótti á Vogabæjarvelli þann 7. júlí.

Sæbjörg
bb@bb.is