Vestri mætir Gróttu klukkan 18 í dag!

Það er mikilvægur leikur í dag hjá strákunum í Vestra, en þeir taka á móti Gróttumönnum á Olísvellinum á Ísafirði. Heimamenn standa í sjöunda sæti eins og er, en Gróttumenn í því fimmta. Sigur í þessum leik er mikilvægur til að halda áfram í harðri baráttu um miðja deild, en ekki hefur gengið neitt sérstaklega vel í byrjun tímabils. Þrír af síðustu fjórum leikjum hafa verið töp. Hins vegar eru Gróttu strákarnir í fantaformi og hafa nælt sér í 7 stig síðustu 3 leiki.

Ingimar Aron