Strandabyggð auglýsir eftir fólki í nefndir sveitarfélagsins

Hólmavík.

Strandabyggð hefur auglýst eftir áhugasömu fólki sem langar að starfa í nefndum sveitarfélagsins. Þeir sem hafa hug á verkefnunum er bent á að senda póst á strandabyggd@strandabyggd.is fyrir hádegi mánudaginn 11. Júní. Til greina koma sæti í Fræðslunefnd, Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd, Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd, Velferðarnefnd og Umhverfis- og skipulagsnefnd. Sveitarstjórn kýs fulltrúa í nefndir eftir því sem fyrir er mælt í lögum og samþykkt um stjórn sveitarfélags.

Í sveitarstjórnarkosningum 2018 voru kosnir 5 aðalmenn og 5 varamenn. Þau kusu 197 einstaklingar af þeim 355 sem voru á kjörskrá en utankjörfundaratkvæði voru 44 svo kjörsóknin var 67,88%.

Þau sem kosin voru:

Aðalmenn:
1. Jón Gísli Jónson, Kópnesbraut 21, 127 atkvæði
2. Ingibjörg Benediktsdóttir, Vitabraut 1,  102 atkvæði
3. Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Stóra-Fjarðarhorni, 82 atkvæði
4. Eiríkur Valdimarsson, Snæfelli, 52 atkvæði
5 Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, Miðtúni 19, 49 atkvæði

Varamenn:
1. Hafdís Gunnarsdóttir, Brunngötu 1, 49 atkvæði
2. Ásta Þórisdóttir, Hafnarbraut 2, 52 atkvæði
3. Pétur Matthíasson, Lækjartúni 17, 54 atkvæði
4. Jón Jónsson, Kirkjuból, 52 atkvæði
5. Egill Victorsson, Borgabraut 1, 48 atkvæði

DEILA