Ný bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tók til starfa í dag

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar: Sigurður Jón Hreinsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Aron Guðmundsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Daníel Jakobsson, Þórir Guðmundsson, Sif Huld Albertsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, ný kjörinn forseti bæjarstjórnar og Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari.

Ný bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tók til starfa í dag og hélt sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Kristján Þór Kristjánsson var kosinn forseti bæjarstjórnar og Daníel Jakobsson var kosinn formaður bæjarráðs. Aðrir í bæjarráði eru Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Einnig var kosið í nefndir bæjarins. Formennsku í nefndum gegna.
Hafdís Gunnarsdóttir var kosin formaður fræðslunefndar,
Elísabet Samúelsdóttir var kosin formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Ásgerður Þorleifsdóttir var kosin formaður Atvinnu- og menningarmálanefndar,
Sigurður Mar Óskarsson var kosin formaður Skipulags- og mannvirkjanefndar,
Marzellíus Sveinbjörnsson var kosinn formaður Hafnarstjórnar,
Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg var kosin formaður velferðarnefndar,
Nanný Arna Guðmundsdóttir var kosin formaður umhverfisnefndar

Í kjörstjórn voru kosin, Björn Davíðsson, Díana Jóhannsdóttir og Kristján Ó. Ásvaldsson. Til vara voru kosin Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Ásgerður Þorleifsdóttir og Jóhanna Oddsdóttir

Yfirlit yfir fulltrúa í nefndum verður hægt að finna á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

Sæbjörg

sfg@bb.is