Malbikunarframkvæmdir í Bolungarvík

Byrjað verður að malbika í efra hverfinu.,

Framkvæmdir við malbikun eru að hefjast í dag 19. júní í Bolungarvík. Byrjað verður á því að malbika efra hverfið, Traðarland, Brúnaland og Ljósaland.

Framkvæmdir hefjast í dag og stefnt er að því að klára malbikun í kvöld eða á morgun.

Íbúar og aðrir vegfarandur eru beðnir um að sýna tillitsemi við framkvæmdaraðila og sýna aðgát í kringum framkvæmdir. Íbúar geta átt von á einhverju ónæði vegna þessa, en það gengur hratt yfir og má búast við spriklandi nýju malbiki tilbúið til notkunar á örskammri stund.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA