M/S Panorama stoppar við Ísafjarðarhöfn einu sinni í viku

Mynd: varietyvruises.comw

Margir Ísfirðingar hafa eflaust tekið eftir risaskútunni sem liggur við Ísafjarðarhöfn nánast í hverri viku. Þetta er skemmtiferðaskipið M/S Panorama og kemur frá Grikklandi. Panorama er 54 metrar að lengd og var byggt 1993. 50 farþegar eru um borð og koma allir frá Bandaríkjunum, ásamt 17 manna áhöfn. Áhafnarmeðlimur gaf blaðamanni BB túr um skútuna og er hún vægast sagt glæsileg og búa farþegar við algjöran lúxus.

Skútan hefur verið að sigla hringinn í kringum Ísland síðan í maí og mun halda áfram þangað til í september. Skútan stoppar á Akureyri, Ísafirði, Patreksfirði, Akranesi, Reykjavík og Reykjavík. Hringurinn tekur viku og samkvæmt áhöfninni hefur skútan lent í nokkrum íslenskum fárviðrum en farþegar truflast lítið vegna stærðar og stöðugleika skútunnar.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA