Ísfirðingur sigrar aftur í Áskorendamótaröð Íslandsbanka

Jón Gunnar Shiransson frá Golfklúbbi Ísafjarðar sigraði í Áskorendamótaröð Íslandsbanka í sínum flokki 11-12 ára núna um helgina. Þetta er annað mótið í þessari mótaröð og spilað var á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd. Aðstæður voru góðar í upphafi en svo bætti töluvert í vindinn. Það kom ekki að sök fyrir Jón sem spilaði 9 holur á 45 höggum og hefur nú sigrað bæði mótin í þessari mótaröð.

Ásgeir Óli Kristjánsson frá Golfklúbbi Ísafjarðar keppti í Íslandsmótinu í höggleik í sínum flokki 15-16 ára. Spilað var á Hólmsvelli í Leiru. Ásgeir endaði í 29 sæti og spilaði þrjá 18 holu hringi á 100 höggum, 91 höggum og aftur á 91 höggum.

Unglingastarf Golfklúbbs Ísafjarðar er nú hafið af fullum krafti og æft er á mánudögum og þriðjudögum. Umsjón með kennslu hefur Anton Helgi Guðjónsson.

Sæbjörg

bb@bb.is