Framsóknarfélagið í Ísafjarðarbæ kynnir málefnasamninginn

Framsóknarfélagið í Ísafjarðarbæ boðar til félagsfundar klukkan 17:00 í dag, föstudag í Framsóknarhúsinu við Pollgötu. Á dagskrá fundarins er að fara yfir myndun meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kjörtímabilið 2018-2022 og kynna málefnasamning sem flokkarnir hafa gert með sér.

Samkvæmt heimildamanni BB munu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fá formennsku í þremur nefndum hvor og minnihluta Í-listans, verður boðin formennska í tveimur nefndum. Þetta er nýnæmi en markmið nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að sem flestum málefnum með samþykki allra í stað þess að knýja fram ákvarðanir meirihlutans. Samvinna er lykilorðið og það verður spennandi að fylgjast með framvindunni.

Sæbjörg

sfg@bb.is