Alþjóðlegi flóttamannadagurinn í dag

Þær Hanaa og Anwar fluttu til Ísafjarðar og Súðarvíkur með fjölskyldum sínum í vetur. Mynd: Þorsteinn H. Þorsteinsson.

Í dag, 20. júní er alþjóðlegi flóttamannadagurinn. Dagurinn var fyrst haldinn árið árið 2000 til þess að vekja athygli á stöðu flóttamanna í heiminum. Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna eru í dag 25.4 milljón flóttamenn í heiminum og 3.1 milljón manns eru skilgreindir hælisleitendur.

Fyrr á þessu ári fluttust 23 flóttamenn eða 5 fjölskyldur til Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur en um er að ræða samstarfsverkefni Bolungarvíkur, Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Nú þegar hefur bæst í hópinn nýr íbúi sem fæddist á sjúkrahúsinu á Ísafirði fyrir rúmum mánuði. Fólkið sem er frá Sýrlandi og Írak fór strax á íslenskunámkeið og börnin hafa mátað sig inn í leikskóla og grunnskóla á svæðinu. Til gaman má þess geta að Flateyri hefur tekið á móti 14 flóttamönnum frá Sýrlandi og Bandaríkin hafa tekið á móti 11 það sem er af árinu 2018.

Ísabella
Isabellaosk22@gmail.com

DEILA