Vill fjölga atvinnutækifærum, stuðla að góðu skólastarfi og hvetja ungt fólk til að flytja á Tálknafjörð

BB fór á stúfana og spurði efsta fólk á öllum listum í fjórðungnum, sem og fólk í persónukjöri, af hverju aðrir ættu að kjósa það. Lilja Magnúsdóttir er efst á lista hjá E-listanum á Tálknafirði og hennar svar er á þessa leið:

„Ég hef áhuga á að efla samfélagið mitt með því að fjölga hér atvinnutækifærum, stuðla að góðu skólastarfi og hvetja ungt fólk til að flytja hingað og setjast að hér á Tálknafirði. Ég bý yfir mikilli reynslu í félagsmálum og hef góða menntun sem auðveldar mér að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að sitja í sveitarstjórn og bera ábyrgð á velferð samfélagsins. Forysta sveitarfélagsins ræður miklu um það andrúmsloft sem ríkir í sveitarfélagi og ég vil vinna á jákvæðum nótum að því bæta samfélagið mitt enn frekar.“

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com