Tveir styrkir til Vestfjarða

Báturinn Vigur Breiður. Mynd fengin af heimasíðu Háskólaseturs Vestfjarða.

Nýverið úthlutaði Minjastofnun Íslands styrkjum úr fornminjasjóði fyrir árið 2018. Alls bárust þeim 77 umsóknir en 20 verkefni hlutu styrk. Tveir styrkir fóru til Vestfjarða. Fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða hlaut 3 milljónir fyrir miðaldabýlið á Auðkúlu, sem er hluti af verkefninu um Arnarfjörð á miðöldum. Þá hlaut Salvar Baldursson 700 þúsund fyrir viðgerðir og viðhald á bátnum Vigur Breiður. Þetta var jafnframt eini báturinn sem hlaut styrk úr sjóðnum. Vigur Breiður er elsta skip landssins, en til eru heimildir um hann frá árinu 1829. Báturinn var seinast notaður í fjárflutninga árið 2000 en eftir að fjárbúskapur lagðist af í eynni Vigur hefur hann ekki verið notaður.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA