Strandrusl í Skutulsfirði – uppruni rusls og miðlun vísinda í gegnum listir og vistfemínisma

Greame. Mynd fengin af vef Háskólaseturs Vestfjarða.

Miðvikudaginn 9. maí, kl. 19:00, mun Graeme Durovich verja lokaritgerð sína í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun. Ritgerð Graeme ber titilinn Coastal litter in Ísafjörður, Iceland: Exploring litter sources and science communication through art and ecofeminism theory.

Í rannsókn sinni kannaði Graeme ruslsöfnun á völdum stöðum við strandlengjuna í Skutulsfirði í kringum Ísafjörð. Jafnframt því að rannsaka ruslið sjálft, þ.e. dreifingu þess uppruna og aðra þætti, setur Graeme strandruslið í samhengi við samspil manns og náttúru með kenningar vistfemínisma að vopni. Þá eru einnig settar fram tillögur að aðgerðum til að minnka plast og annan úrgangi í fjörunum. Þessar tillögur fela m.a. í sér hvernig miðla megi niðurstöðum rannsóknarinnar með listsköpun og fræðslu. Nánari lýsingu á verkefninu má lesa í úrdrætti á ensku.

Höfundur vill koma á framfæri viðvörun vegna innihalds fyrirlestursins en í honum verður komið inn á kynferðislegt ofbeldi, nauðgunarmenningu og áfallastreituröskun þar sem notast er við femínískar kenningar til að bera saman kynferðislegt ofbeldi og samband mannsins við hafið sem birtingarmynd ofbeldis.

Leiðbeinendur verkefnisins eru Dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun og Jenny Rock, lektor við háskólann í Otago í Nýja Sjálandi. Prófdómari er dr. Þóra Pétursdóttir, vísindakona við Norðurslóðaháskólann í Tromsø í Noregi.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA