Stórsigur í fyrsta heimaleik Vestra í knattspyrnu

Fyrsti heimaleikur Vestra í knattspyrnu átti sér stað í gær á Torfnesi. Óhætt er að segja að leikurinn lofi góðu fyrir sumarið, en Vestri fór með sigur af hólmi gegn liði Hattar frá Egilsstöðum. Endaði leikurinn með 5 – 0 sigri Vestra.

Mörk Vestra skoruðu í þessari röð, Sergine Modou Fall, Pétur Bjarnarson skoraði næstu tvö mörk, þá James Mack með þriðja markið og Fall innsiglaði síðan stórsigur Vestra með fjórða markinu.

Vestri gerði jafntefli við lið Leiknis frá Fárskrúðsfirði í fyrsta leik sumarins og sigraði örugglega í þessum leik. Sumarið hefst því þokkalega hjá Djúpmönnum og vonandi verður framhald á.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA