Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á kaffi á Þingeyri, í Hnífsdal og á Suðureyri

Sjálfstæðisflokkurinn í Ísafjarðarbæ.

Í dag, 15. maí, munu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ flakka um víðan völl. Kl. 17:00 mæta þau í Blábankann á Þingeyri til að kynna stefnuskrá sína og spjalla við kjósendur. Kl. 20:00 verða þau svo komin í barnaskólann í Hnífsdal í sömu erindagjörðum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á báðum stöðum og allir eru velkomnir.

Á morgun, 16. maí liggur leið þeirra í Súgandafjörð, þar sem enn verður boðið upp á kaffi og stefnumálin kynnt. Fundurinn á Suðureyri hefst kl. 20:00 og er haldinn á Fisherman, sem er staðsettur á Aðalgötu 14-16.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA