Ó – listi óháðra vann öruggan sigur í Tálknafirði

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Ó – listi óháðra vann öruggan sigur í sveitarstjórnarkosningum á laugardaginn síðasta. Fékk listinn 96 atkvæði. E – listi áhugafólks um eflingu samfélagsins, fékk 47 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru þrír. Á kjörskrá voru 162 og var kjörsókn mjög góð, eða 90,12%.

Ó – listi óháðra fær 4 menn inn en E – listi áhugafólks um eflingu samfélagsins fær einn mann. Kjörnir fulltrúar af Ó – lista eru Bjarnveig Guðbrandsdóttir, skólafreyja, Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir, lagerstjóri, Björgvin Smári Haraldsson, vigtarmaður og Guðni Jóhann Ólafsson, starfsmaður í fiskeldi. Af E – lista áhugafólks um eflingu samfélagsins er kjörinn fulltrúi Lilja Magnúsdóttir, hafnarvörður.

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

 

DEILA