Ísafjarðarbær styrkir tvo nemendur til náms við Lýðháskólann á Flateyri

Fyrsti nemandinn er þe

Ísafjarðarbær kemur til með að styrkja tvo nemendur til náms við Lýðháskólann á Flateyri næsta vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Þeir einstaklingar sem náð hafa 18 ára aldri í september á þessu ári geta sótt um, en það er gert á vef Lýðháskólans.

Lýðháskólinn hefur verið í undirbúningi af fagfólki undanfarin 2 ár og er ætlað að fylla tómarúm í íslensku menntakerfi. Náttúran, sjálfsbjargarviðleitni, sköpun, hugmyndavinna og nemandinn sjálfur eru viðfangsefni námsbrautanna og ættu að eiga erindi við fjölmarga í heiminum í dag. Með styrknum vill Ísafjarðarbær gefa sem flestum nemendum tækifæri til að þroskast og læra í nánu samneyti við aðra nemendur, kennara skólans og íbúa á Flateyri

Allir þeir umsækjendur sem sækja um skólavist fyrir 21. maí munu sjálfkrafa koma til greina við styrkveitinguna. Ákvörðun verður í höndum Lýðháskólans á Flateyri en sérstök dómnefnd skipuð fagaðilum og sérfræðingum fer yfir umsóknir.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA